Sýklasótt – sögulegt yfirlit

Fyrir tíma sýklalyfja voru skurðlækningar ráðandi grein læknisfræðinnar. Vegna vanþekkingar á sýklum voru sárasýkingar algengur og ógnvekjandi fylgikvilli skurðaðgerða. Talið var að rotnun í sárinu væri orsökin.

Þrátt fyrir að hugtakið sýklasótt (sepsis) sé í dag nátengt nútíma gjörgæslulæknisfræði er orðið mjög gamalt. Það var notað þegar á tímum Hippokratesar (460-370 f. Kr) og þýðir rotnun á forngrísku.

Ibn Sina (969-1037) tók eftir því að blóðeitrun fylgdi hiti. Hugtakið sýklasótt (sepsis), sem þekkt var frá fornu fari, var notað áfram fram á nítjándu öld. Menn vissu lítið um meinalífeðlisfræðina. Læknirinn 

Ignaz Semmelweis

Ignaz Semmelweis (1818-1865)

Hermann Boerhave (1668-1738) frá Leyden taldi að sýklasótt ætti uppruna sinn í skaðlegum efnum í loftinu og á 19. öld þróaði efnafræðingurinn Justus von Liebig þessa kenningu áfram og hélt því fram að súrefni ylli sýklasótt.

Ignaz Semmelweis (1818-1865) var fyrstur til að færa fram nýja sýn á sýklasótt. Hann var kvensjúkdómalæknir við fæðingardeildina á Almenna sjúkrahúsinu í Vínarborg. Algengur fylgikvilli fæðinga á þeim tíma var barnsfararsótt og létust margar nýbakaðar mæður úr sýklasótt af völdum hennar á þeim tíma. Dánartíðnin var sérstaklega há, eða 18%, á deild Semmelweis. Á þeirri deild var það algengt að læknanemar skoðuðu konurnar beint eftir að hafa krufið lík. Ágiskun Semmelweis var að smáar ,,agnir” frá líkunum kæmust í blóðrás kvennana og yllu veikindunum. Með því að fá læknanema og ljósmæður til að þvo hendur sínar með klór-kalk lausn áður en þau skoðuðu konurnar lækkaði dánartíðnin í 2,5%.

Þrátt fyrir þennan árangur tókst Semmelweis ekki að knýja fram breytingar til frambúðar. Þvert á móti varð hann fyrir aðkasti kollega sinna. Það var fyrst árið 1863, 15 árum eftir ransóknir sínar, sem hann birti þær í greininni: Uppruni barnsfararsóttar og forvarnir. Misheppnaðar tilraunir til að fá faglega viðurkenningu á niðurstöðum sínum áttu þátt í að Semmelweis þróaði með sér geðræn veikindi og þurfti

Louis Pasteur

Louis Pasteur (1822-1895)

að lokum að leggjast inn á geðsjúkrahús. Það er kaldhæðni örlaganna að hann lést þar úr sýklasótt af völdum sárasýkingar.

Við rannsóknir sínar á rotnun uppgötvaði franski efnafræðingurinn Louis Pasteur að ferlið var háð örsmáum einfrumungum sem hann nefndi bakteríur og örverur. Hann áttaði sig einnig á því að þessar örverur gætu valdið sjúkdómum.

Joseph Lister var skurðlæknir við Konunglega Sjúkrahúsið í Glasgow á seinni hluta 19. aldar. Þegar hann tók við stjórn skurðdeildarinnar lést helmingur þeirra sjúklinga sem gengust undir aflimun úr sýklasótt. Lister áttaði sig á tengslum uppgötvana þeirra Semmelweis og Pasteurs við dauðsföllin á skurðdeildinni.

Joseph Lister

Joseph Lister (1827-1912)

Hann rannsakaði með nokkuð nútímalegri aðferðafræði hvaða áhrif sótthreinsun húðar og verkfæra með karbólsýru hafði, fyrst með dýratilraunum en síðar á sjúklingum. Með þessu móti tókst Lister að lækka dánarhlutfallið eftir aflimanir verulega. Ólíkt Semmelweis, þá tókst Lister að sannfæra kollega sína um mikilvægi sótthreinsunar. Robert Koch (1943-1910) þróaði síðan uppgötvanir Listers áfram með því að innleiða dauðhreinsun með gufu.

Hermann Lenhartz (1854-1910), lækningaforstjóra við Almenna sjúkrahúsið í Eppendorf í Þýskalandi, tókst að koma á framfæri hugmyndinni að ”rotnun” væri sjúkdómur orsakaður af bakteríum. Það var hins vegar nemandi hans Hugo Schottmüller sem lagði grunninn að nútímaskilgreiningu á sýklasótt árið 1914: ”Sýklasótt er það þegar myndast hefur kjarni í líkamanum sem stöðugt, eða reglubundið, sleppir frá sér bakteríum í blóðrásina, svo að huglæg eða hlutlæg sjúkdómseinkenni koma fram.

Hugo Schottmüller

Hugo Schottmüller (1867-1936)

Þarna var í fyrsta sinn lýst mikilvægi eins konar sýkingarkjarna sem grunnorsök fyrir sýklasótt. Skoðun Lennhartz var sú að áhersla lækna ætti að vera að vinna gegn þeim lausu skaðlegu efnum sem losnuðu frá bakteríunum, fremur en að einblína á þær sem eru á ferli í blóðrásinni. Með þessari skoðun sinni var hann langt á undan sinni samtíð.

Þessar merku læknisfræðilegu uppgötvanir, ásamt betri lífsgæðum tengt minni vannæringu og betri húsakynnum, höfðu stór áhrif á dánartíðnina úr smitsjúkdómum og sýklasótt.

Þrátt fyrir þetta var ennþá stór hópur sjúklinga sem veiktist af, og lést, af völdum sýklasóttar. Tekið var eftir því að þessir sjúklingar höfðu oft lágan blóðþrýsting og var ástandið nefnt sýklasóttarlost.

Árið 1918 gekk yfir heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur, hin svonefnda spænska veiki. Áætlað er að 500 milljónir manna hafi smitast og að 50-100 milljónir (um 4% af þáverandi mannfjölda) hafi látist úr sýklasótt af völdum bakteríusýkinga (til dæmis Staphylococcus aureus) sem komu í kjölfar inflúensuveirunnar. Flensan gekk yfir í fjórum bylgjum á árunum 1918-20 (Heimild: Johnson og Mueller 2002). Fjöldi dauðsfalla af völdum spænsku veikinnar var meiri en fjöldi dauðsfalla í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni samanlagt. Ólíkt öðrum inflúensustofnum, sem fyrst og fremst leggjast á börn og hruma eldri einstaklinga, lagðist spænska veikin mest á hraust fólk á vinnufærum aldri. Spænska veikin hafði einnig langtímaáhrif á efnahag þeirra sem eftir lifðu, en gert er ráð fyrir 25% tekjufalli meðal þeirra.

spanska_sjukan

Spænska veikin reið yfir heiminn 1918-20 og varð um 100 milljón manns að bana. Hér er mynd af sjúkradeild í Bandaríkjunum (Camp Funston, Kansas) árið 1918
Mynd: Þjóðarsafn líf og læknavísinda, AFIP (Washington, D.C.)

Nafnið “spænska veikin” kom ekki til vegna þess að að uppruni hennar hafi verið á Spáni, heldur var það þar sem faraldurinn uppgötvaðist í fyrri heimstyrjöldinni. Spánn var, líkt og Norðurlöndin, hlutlaust ríki í fyrri heimstyrjöldinni og var af þeim orsökum engin sérstök áhersla lögð á að halda slæmum tíðindum frá fréttamiðlum.

Staphylococcus aureus (S. aureus) bakterían sem nefnd er að ofan er ein þeirra baktería sem gert hafa mannfólkinu skráveifu frá upphafi alda. Sennilega er hópsýkingu af völdum staphylococca húðsýkinga lýst þegar í Biblíunni. Í 2. Mósebók, 9. kafla er sagt frá sjöttu plágunni í Egyptalandi, þegar Móse og Aron var skipað af Drottni að taka handfylli af sóti úr bræðsluofni  

Staphylococcus Aureus

Staphylococcus Aureus

og kasta því upp í loftið og varð það að ryki yfir öllu Egyptalandi. Varð rykið síðan að bólgu sem braust út í kýlum á mönnum og skepnum um allt Egyptaland. Herra Alexander Ogston, skoskur læknir og brautryðjandi í sótthreinsunaraðferðum, lýsti því árið 1881 hvernig bakteríur orsökuðu graftrarmyndun. Hann nefndi örveruna ”Staphylococcus pyogenes aureus” út frá útliti hennar í smásjá, eiginleikum hennar til að mynda gröft og því að hún myndaði gylltar þyrpingar í ræktunarskálum. Dánartíðni sýklasóttar af völdum Staphylococcus aureus var 82% árið 1941, fyrir tíma nothæfra sýklalyfja.

Það var einungis eftir tillkomu sýklalyfjanna á tímum seinni heimstyrjaldarinnar sem dánartíðnin í sýklasótt fór lækkandi. Samhliða framförum í læknisfræði fæddist einnig gjörgæslulæknisfræðin og urðu sýklasóttarsjúklingar með tímanum einn aðalhópurinn sem nýtur hennar.

Roger C. Bone

Roger C. Bone (1941-1997)

Það var árið 1967 sem Ashbough og samstarfsaðilar lýstu fyrst alvarlegum bráðum lungnasjúkdómi sem einkenndist af andnauð og öndunarbilun. Var hann nefndur brátt andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome, ARDS) og var dánartíðnin há. Það kom síðar í ljós að heilkennið var algengt í sýklasótt og á uppruna sinn í bólguviðbragði líkamans. Á áttunda áratugnum var síðan leitt í ljós að bólguviðbragðið fannst ekki aðeins í lungnum heldur í öllum líkamanum. Var þar með ljóst að aðalorsökin fyrir sýklasótt væri ekki sýkingarkjarninn sjálfur, heldur viðbrögð líkamans við sýkingunni.

Þessu var lýst árið 1989 af gjörgæslulækninum Roger C. Bone og lagði hann grunninn að þeirri skilgreiningu á sýklasótt sem enn er notuð í dag: ”Sýklasótt er innrás örvera eða eiturefna frá þeim í blóðrás líkamans, ásamt viðbrögðum ónæmiskerfisins við þeim.”