Ný byltingarkennd rannsókn sem framkvæmd var af alþjóðlegu rannsóknarteymi og var birt í gær í tímaritinu Lancer, Sýnir að fjöldi einstaklinga sem deyr alþjóðlega vegna sýklasóttar á ári hverju er tvöfalt hærri en áður var talið. Af einstaklingum með sýklasótt eru áhrif sjúkdómsins mest meðal barna í þróunarríkjum.
Rannsóknin, sem er yfirgripsmesta rannsókn sem hefur verið gerð á sýklasótt, sýnir að árið 2017 voru allt að 48,9 milljón manns sem veiktust af sýklasótt, og 11 milljónir dóu vegna sjúkdómsins. Þetta þýðir að á alheimsvísu látast 1 af hverjum 5 vegna sýklasóttar.
Rannsóknin sýnir að um 85% af öllum sýklarsóttartilfellum eiga sér stað í lág-eða meðalinnkomulöndum, sérlega löndum í Afríku sunnan Sahara, eyja í miðjarðarhafi og suður, austur og suðaustur Asíu. Sýklasótt er algengari meðal kvenna en karla, en er algengust í börnum undir 5 ára aldri – 40% þeirra sem þjást af sýklasótt á ári hverju vegna sýklasóttar eru yngri en 5 ára.
– Rannsóknin sýnir hve mikilvægt það er að fá ráðarmenn, heilbrigðiskerfið, heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn að vinna asaman að því að bregðast við á skilvirkan hátt, á svipaðan hátt og gert var í ákalli Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) árið 2017 sem miðaði að því að bregðast við sýklasótt, segir Konrad Reinhart, yfirmaður Global Sepsis Alliance stofnunarinnar.
Lesið alla greinina í Lancet.