Sepsisfonden opnar á Norðurlöndunum

norden

Eftir sjö ára starf við að vekja athygli á sýklasótt í Svíðþjóð, tekur sepsisfonden næsta skref á norðurlöndunum. Við setjum nú í loftið uppfærða heimasíðu, þar sem má finna upplýsingar um sýklasótt á öllum Norðurlandamálunum auk ensku. Með hinni nýju sepsisfonden.com heimasíðu viljum við verða leiðandi afl í að auka meðvitund og þekkingu á sýklasótt á Norðurlöndunum.

Sepsisfonden verða enn sænsk samtök sem eru rekin frá Svíþjóð. En með nýrri heimasíðu og teymi af fagfólki á norðurlöndum er markmið okkar að ver miðstöð vitundarvakningar um sýklasótt á öllum Norðurlöndum. Til lengri tíma munum við einnig víkka út skilyrði rannsóknarstyrkja okkar svo að rannsakendur á öllum Norðurlöndum geti sótt um styrkfé.

– Þetta eru mikilvæg þáttaskil fyrir okkur. Nýja heimasíðan er grunnur fyrir okkur til að auka vitund um sýklasótt, ekki bara í Svíþjóð heldur á öllum Norðurlöndunum, segir Adam Linder, stjórnarformaður Sepsisfonden.

Í tengslum við opnun heimasíðurnnar á Norðurlöndum, mun heimasíða á Facebook undir nafninun Sepsisfonden Nordic vera opnuð, þar sem samskipti munu fara fram á Ensku.

Í Svíþjóð munu samskiptin enn fara fram á sepsisfonden.se, en á öðrum Norðurlöndum verður lénið sepsisfonden.com notað.