Lærðu að þekkja sýklasótt

Ambulans

Sýklasótt fylgja fjölmörg einkenni sem vera þarf vakandi fyrir. Það sem flækir myndina er að snemma í ferlinu geta einkennin verið óljós eða lík öðrum sjúkdómum.

Ein og sér þurfa neðantalin einkenni ekki að vera vísbending um alvarlegan sjúkdóm, en sem þumalfingursreglu má segja að einstaklingar með tvö eða fleiri af eftirtöldum einkennum ættu að leita sér hjálpar. Við óvissu er hægt að byrja með ráðgjöf gegnum síma allan sólarhringinn hjá Læknavaktinni (S 1770). Spyrðu gjarnan:

Getur þetta verið sýklasótt?

Einkenni að vera vakandi fyrir

  • Rugl og drafandi tal
  • Erfið öndun
  • Uppköst og niðurgangur
  • Hraður hjartsláttur (án augljósrar ástæðu)
  • Mikill hrollur og hiti
  • Miklir verkir og máttleysi
  • Föl og/eða flekkótt húð
  • Lágur blóðþrýstingur
  • Lítil þvagframleiðsla