Um Sepsisfonden

Um 135 000 einstaklingar veikjast af sýklasótta á hverju ári á norðurlöndum, og af þeim látast um 20%. Sýklasótt leiðir fleiri einstaklinga til dauða á norðurlöndum en fjórar algengustu tegundir krabbameins (brjóstakrabbamein, blöðruhálskirtilgrabbbamein, húðkrabbamein og ristilkrabbamein) samanlagt. Þessu viljum við breyta!

Stofnendur Sepsisfonden, Ulrika Knutsson og Adam Linder.

Sepsisfonden (Sænsku sýklasóttarsamtökin) voru stofnuð í Svíþjóð 2015 að forlagi Ulrika Knutsson, sérfræðingi í almannatengslum og Adam Linder smitsjúkdómalækni og rannsakanda á sviði sýklasóttar. Skortur á athygli og þekkingu almennings meðal almennings, heilbrigðisþjónustunnar og ráðamanna auk skorts á beinum styrkjum fyrir rannsóknir á  sýklasótt var hvati stofnunar Sepsisfonden.

Sepsisfonden á norðurlöndunum villl auka vitund og dreifa þekkingu um sýklasótt til almennings, ráðamanna og heilbrigðisstarsmanna. Samtökin safna fé til að styðja við rannsóknarverkefni af háum gæðum sem geta bætt greiningu og meðferð sýklasóttar. Samtökin styðja einnig sjúklingamiðuð verkefni sem bæta lífsgæði sjúklinga sem fá sýklasótt á Norðurlöndum.

Mannúðar-og fjárhagsleg sjónarmið

Sepsifonden vill koma að þrýstingi á stjórnmálamenn. Með því að vinna að bættri  og tímanlegri greiningu sýklasóttar á Norðurlöndum, leggur stofnun okkar einnig sitt að mörkum til að draga úr dánartíðni. Við munum einnig stuðla að lækkuðum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Með nákvæmari og tímanlegri greiningum á sýklasótt munum við getað dregið úr fjölda sjúklinga með sýklasótt sem þarfnast gjörgæslumeðferðar. Margir einstaklingar sem lifa af sýklasótt þjást af afleiðingum hennar sem leiðir til mikillar skerðingar á lífsgæðum fyrir sjúklinginn en einnig kostnað fyrir samfélagið. Dýpri þekking á neikvæðum langtímaáhrifum sýklasóttar mun leiða til nýrra meðferðarmöguleiksa sem eru sjúklingnum og samfélaginu til góða.

Alþjóðlegt vandamál

Sýklasótt er alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Í heiminum öllum fá 48,9 milljónir einstaklingar sýklasótt hvert ár. 11 milljónir látast. Jafnvel þeir sem lifa af geta borið ævilangan skaða. 40% af þeim sem fá sýklasótt árlega á alþjóðavísu eru börn yngri en 5 ára. Sýklasótt er einnig ein af algengustu dánarorsökum mæðra á alþjóðavísu. Sem hluti af alþjóðaneti sýklasóttar vill Sepsisfonden á norðurlöndum leggja sitt af mörkum við að deila þekkingu og rannsóknarniðurstöðum sem geta dregið úr fjölda sýklasóttartilfella í heiminum.

Við vinnum meðal annars með World Sepsis Day, Global Sepsis Alliance, European Sepsis Alliance og The UK Sepsis Trust.

Lestu meira um hvernig Sepsisfonden vinnur.