Þetta er rannsóknarefni sem hefur verið lítið rannsakað í fjölda ára, þrátt fyrir að nokkur hundruð þúsund Svíar búi við afleiðingar sýklasóttar. Nú hefur Sepsisfonden ákveðið að styðja tvær rannsóknir sem munu kanna langtíma áhrif sýklasóttar. Í annari rannsókninni eru viðfangsefnin börn, sem gerir rannsóknina einstaka.
Það eru mjög fára rannsóknir til um langtíma áhrif sýklasóttar, bæði innanlands og alþjóðlegar. Haustið 2021 var birt þýst rannsókn þar sem 116000 sjúklingar sem lifðu af sýklasótt voru rannsakaðir, og í ljós kom að 3 af hverjum 4 fórnarlömbum sýklasóttar fá nýja sjúkdóms, vitræna eða geðræna greiningu innan árs frá bráðum veikindum. 3 af 10 deyja innan árs og sjúklingarnir hafa meðal annars auknar líkur á hjarta-og æðasjúkdómum samkvæmt rannsókninni.
– Þetta sýnir að áhersla okkar á rannsóknir um langtímaáhrif sýklasóttar er rétt, og við vonum að á þennan hátt getum við lagt okkar af mörkum til betri lífsskilyrða fyrir sjúklinga sem lifa af sýklasótt. Ef við skiljum betur hvaða áhrif sýklasótt hefur til langs tíma getum við einnig lært hvernig við fyrirbyggjum þessi áhrif snemma, segir Adam Linder, formaður vísindaráðs Sepsisfonden.
Bætum lífsgæði þeirra sem lifa af
Þeir sjúklingar sem fá alvarlega sýklasótt, sérlega þeir sem þróa með sér sýklasóttarlost, þarfnast meðferðar á gjörgæsludeild. Þriðjungur þessara sjúklinga með sýklasótt og sýklasóttarlost munu ekki lifa af dvöl á gjörgæsludeild, og litlar rannsóknir benda til þess að sá hluti sjúklinga sem lifir af hafi skert lífsgæði.
– Við viljum nú gera stóra rannsókn á heilu þýði þar sem við rannsökum upplýsingar um heilsufar og félagslega stöðu fyrir sýklasótt, umönnunina við veikindin og hafa samband við sjúkling og fylgja eftir lífsgæðum 3 mánuðum eftir sýklasótt. Við viljum bera kennsl á hvaða sjúklingar hafa skert lífsgæði og hvaða þættir tengjast verri lífsgæðum eftir sýklasótt. Að auki viljum við rannsaka hvort viðbrögð heilbrigðiskerfisins og samfélagsins geta bætt lífsgæði eftir gjörgæsludvöl vegna sýklasóttar, segir Miklós Lipcsey, prófessor í svæfinga-og gjörgæslulækningum við háskólasjúkrahúsið í Uppsala, sem leiðir eina af rannsóknunum sem nú er studd af Sepsisfonden.
– Við erum mjög ánægð að Sepsisfonden, í sinni fyrstu útdeilingu rannsóknarstyrkja fyrir sýklasóttartengdar rannsóknir, hafi ákveðið að styrkja rannsókn á langtímaáhrifum sérstaklega. Þetta svið er mjög lítið rannsakað.
Með áherslu á börn
Langtímaáhrif sýklasóttar á börn eru óþekkt. Þetta er sérstök áhersla hinnar rannsóknarinnar sem nú er studd af Sepsisfonden. Rannsóknin er leidd af Lisa Melhammar við háskólasjúkrahúsið í Lundi og verkefnið mun finna sjúklinga sem höfðu sýklasótt í barnæsku og fylgjast með því hvaða tengsl við heilsufar og menntun í framhaldinu má finna.
– Ef við hugsum um lífslíkur barna, er líklegt að börn hafi langan tíma þar sem langtímaáhrif sýklasóttar geta haft áhrif, sem getur valdið einstaklingnum og aðstandendum þjáningum. Mögulegt er að unnt sé að snúa við langtímaáhrifum sýklasóttar með inngripum á borð við stuðning í skóla og betri eftirfylgd, sem er ástæðan fyrir því að það er mikilvægt að fylgjast með þeim, segir Lisa Mellhammar.
– Það er mikilgt að tryggja að þeir sem lifa af sýklasótt fái betri lífsgæði. Það er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að börnum, og við vonum að rannsókn okkar stuðli að bættum skilningi á áhrifum sýklasóttar á börn.